Fréttir

KFÍ sigur á Hrunamönnum

Körfubolti | 05.02.2012
Pétur leggur línurnar!  Hvar er stólinn?
Pétur leggur línurnar! Hvar er stólinn?
1 af 3

Stúlkurnar í KFÍ tóku daginn snemma og voru greinilega búnar að hesthúsa morgunmorninu tímanlega, því þær mættu til Grindavíkur tvíefldar eftir gærdaginn.  Mótherjar okkar í fyrsta leik voru sterkt lið Hrunamanna-stúlkna.  Leikurinn fór af stað með miilli baráttu og greinilegt að liðin ætluðu sér að berjast um alla bolta.  KFÍ hafði frumkvæði frá byrjun og leiddi í lok leikhlutans með 10:8.  Annar leikhluti var í raun mjög svipaður en KFÍ hafði undirtökin áfram og segi fram úr sunnlensku stúlkunum, staðan í hálfleik 19:14.

 

Eftir mikil fundarhöld í hálfleik snéru liðin aftur á völlinn og voru greinielga búnar að skipuleggja varnarleikinn heldur betur. Allt var í járnum, mikið af töpuðum boltum beggja vegna vallarins.  Í samræmi við þetta var ekki mikið skorað en KFÍ leiddi þó að þriðja leikhluta loknum með 25 stigum á móti 22 stigum Hrunamanna.  Hörkuleikur og bæði lið með góða möguleika á hagstæðum úrslitum.  Leikurinn var nokkuð jafn framan af leikhluta og þrátt fyrir mjög hátt spennustig í lokin tókst liði KFÍ með mikilli báráttugleði og góðri liðsvinnu, að tryggja sér sigurinn á mjög góðu liði Hrunamanna. Staðan að leik loknum var 36:30 fyrir KFÍ! Góður stigandi í leik stúlknanna.  

 

 Stig KFÍ: Eva 17 (amk 8 varin skot), Kristín Erna 8, Lilja 5, Málfríður 4 (4/4 vítum) og Rósa 2.  Lovísa var eins og klettur í vörninni.

Deila