Fréttir

KFÍ tekur á móti Breiðabliki

Körfubolti | 19.11.2015
Florijan og Nökkvi í baráttunni. Ljósmynd: Jónas Ottósson / ÍA.
Florijan og Nökkvi í baráttunni. Ljósmynd: Jónas Ottósson / ÍA.

Eftir tvo útileiki í röð er loksins komið að heimaleik á ný hjá KFÍ þegar Breiðablik mætir í heimsókn á Jakann á morgun föstudag. Leikurinn hefst að vanda kl. 19:15.

 

Við hvetjum fólk til að fjölmenna á leikinn. Miðaverð aðeins 1.000 krónur en auk þess verða seld árskort á leiki KFÍ á kostakjörum. Ekki má heldur gleyma að hinir rómuðu KFÍ hamborgarar verða grillaðir í gríð og erg fyrir leik svo svo fólk getur sleppt því að elda kvöldmat og mætt beint á Jakann.

 

Þetta er fyrsti heimaleikur nýs liðsmanns KFÍ, Christopher Anderson, sem átti góða inn komu í liðið í tapleik gegn Hamri fyrir viku þegar hann skoraði 33 stig og tók 10 fráköst. Það verður því gaman að sjá hvernig þessi fjöhæfi leikmaður plummar sig á parketinu á Jakanum á morgun.

 

Leikurinn verður að vanda í beinni útsendingu á Jakinn TV og hefst útsending skömmu fyrir leik.

 

Áfram KFÍ! 

Deila