Fréttir

KFÍ tekur á móti Haukum í Powerade bikarnum

Körfubolti | 31.10.2013
Jói er klár, en þú?
Jói er klár, en þú?

Það verður hart barist í bikarnum um helgina sem kenndur er við Powerade og eru það heitasta liðið í ár Haukar sem heiðra oss með nærveru sinni á sunnudagskvöldið 3.nóvember. Haukar eru í toppbaráttunni í Dominos deildinni og hafa blásið á allar spár enda lítið að marka þær þegar á völlin er á er komið og það hafa Haukar sýnt. Við höfum átt góða spretti en misst okkur á þeim tímapunkti leiks er mest þarf á að halda og er það stöðugleikinn sem vantar til að klára eins og sást gegn Þór í síðasta leik. Það er þó margt mjög jákvætt í gangi hjá Bigga og hans "Púkum" og eru þeir ekkert að fara að leggjast í parket og grenja úr sér augun, þannig er bara gert í kvikmyndum í henni Holliwood.

 

T.Watson hefur farið mikinn hjá Haukum og menn á borð við Emil Barja, Haukur og nýstirnið Kári Jónsson er að fæðast í hlutverk hjá þeim sem þorir. Þetta er liðið til að sigra og nú er lag.

 

Hjá okkur hefur Mirko vaxið með hverjum leik og er í frábæri formi. Jason er frábær og erfitt við hann að eiga. Við erum með drengi á borð við Jón Hrafn, Gústa, Leó, Óskar, Hraunar og síðast en ekki síst litla tröllið hann Jóhann Jakob og nú er ákall til þeirra og hinna ungu drengjanna að stíga upp og láta finna fyrir sér á svellinu á Jakanum.

 

Við verðum með fiskisúpu og Muurikka borgara "ala la Steini" fyrir leik og hvað er betra á sunnudagskvöldi en að fá sér að snæða á Jakanum fyrir leik og öskra úr sér lungu með Powerade á meðan á leik stendur eða skreppa í sjoppuna og fá sér kaffi og köku í hálfleik. Það gerist ekki betra!

 

Svo verða strákarnir á KFÍ-TV að sjálfsögðu með leikinn í beinni fyrir gesti og gangandi utan svæðis og hefst útsending kl.18.50 og leikur hefst 19.15 á staðartíma.

 

Komdu á Jakann og láttu finna fyrir nærveru þinni. Strákarnir eiga það skilið!

 

Áfram KFÍ

Deila