Fréttir

KFÍ tekur á móti Reyni Sandgerði

Körfubolti | 21.10.2015
Birgir Örn Birgisson þjálfari KFÍ og lærisveinar hans mæta Reyni frá Sandgerði á föstudaginn kl. 19:15 hér heima. Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson.
Birgir Örn Birgisson þjálfari KFÍ og lærisveinar hans mæta Reyni frá Sandgerði á föstudaginn kl. 19:15 hér heima. Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson.

Nú styttist í næsta heimaleik KFÍ. Strákarnir mæta nýliðunum Reyni úr Sandgerði á Jakanum föstudaginn 23. október kl. 19:15.

 

Segja má að undirbúningstímabilið hjá Reyni hafi verið álíka brokkgengt og hjá KFÍ. Í fyrstu umferð deildarkeppninnar töpuðu þeir svo gegn ÍA á útivelli með átta stiga mun. Það má því búast við hörkuleik á föstudagskvöldið kemur enda bæði liðin án sigurs eftir fyrstu umferð. Okkar menn eru staðráðnir í að landa fyrsta sigri tímabilsins og Reynismenn verða örugglega ekki léttir viðureignar.

 

Þess má svo geta að nýir búningar KFÍ verða vígðir í leiknum!

 

Veðurspáin fyrir föstudaginn er ekki sérlega góð sem stendur og því verður látið ráðst hvort tendrað verði undir Muurikka pönnunni. Fylgist með Facebook síðu KFÍ fyrir frekari tíðindi þess efnis.

 

Við minnum á að miðaverðið er aðeins 1.000 kr. og að bein útsending Jakans-TV verður á sínum stað.

 

Allir að mæta á Torfnes og styðua við strákana. Áfram KFÍ!

Deila