Fréttir

KFÍ tekur á móti Skallagrím n.k sunnudagskvöld.

Körfubolti | 13.11.2009
Þórir er algjörlega tilbúinn.
Mynd, Halldór Sveinbjörnsson
Þórir er algjörlega tilbúinn. Mynd, Halldór Sveinbjörnsson
Þá er komið að leik sem margir hafa beðið eftir. Vinir okkar frá Borgarnesi eru á leið vestur og heiðra okkur með nærveru sinni. Skallagrímur hefur leikið fjóra leiki í 1.deildinni, unnið þrjá og tapað einum gegn Haukum eftir jafnan leik. Borgnesingar ætla sér sæti í Iceland Express deildinni og koma hingað með ekkert minna í huga en að taka burt stig tvö sem í boði eru.

En þeir þurfa örugglega að gera ráð fyrir því að KFÍ sé ekki á sama máli og séu alls ekki til í að gefa þessi tvö stig frá sér þrátt fyrir að vera annálaðir fyrir frábæra gestrisni. Búast má við topp leik á milli tveggja hörku liða. Borgnesingar hafa á að skipa mjög gott lið og eru þeirra bestu menn Silve Laku sem er stigahæstur þeirra með 18,3 stig, Konrad Tota er með 18 stig a.m.t. í leik og Hafþór Ingi Gunnarsson með 13, 3 stig a.m.t. í leik. Enn fremur hafa þeir mjög efnilega menn þar á bæ eins og Trausta Eiríksson sem er að rífa niður 9 fráköst í leik, Kristján Guðmundsson og Sigurð Þórarinsson.

Það er því vert að koma á leikinn á sunnudag. Leikurinn hefst kl.19.15.  Við bendum brottfluttum Vestfirðingum og öðrum velgjörðarmönnum á að við sendum að sjálfsögðu út leikinn beint á KFÍ-tv að venju og hefst útsending tíu mínútum fyrir auglýstan tíma þ.e. 19.05

Áfram KFÍ Deila