Fréttir

KFÍ tekur á móti Valsmönnum

Körfubolti | 10.03.2016
Nebojsa hefur spilað vel að undanförnu.
Nebojsa hefur spilað vel að undanförnu.

Þá er komið að síðasta heimaleik tímabilsins. KFÍ (Vestri) mætir Val á föstudaginn 11. mars kl. 18:30 á Torfnesi.

Valsmenn sitja nú í 4 sæti deildarinnar og eru að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni. KFÍ situr sem fyrr í 8. sæti deildarinnar og getur með sigri komið sér í ögn betri stöðu fyrir lokaumferðina.

Lokaleikur deildarinnar, gegn Ármanni, verður þó alltaf úrslitaleikur um áframhaldandi sæti í deildinni, þar sem innbyrðis viðureignir liðanna munu ráða úrslitum. Þótt sigur vinnist gegn Val á föstudag „má“ KFÍ aðeins tapa með 7 stigum eða minna gegn Ármanni til að halda sæti í deildinni.

Leikurinn hefst sem fyrr segir kl. 18:30 þar sem Blakfélagið Skellur á leik strax að leik KFÍ loknum.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Jakinn-TV.

Hvetjum alla til að mæta á Torfnesið og styðja við bakið á strákunum.

Deila