Fréttir

KFÍ úr leik í Lengjubikarnum

Körfubolti | 22.09.2014

KFÍ mætti UMFN í Ljónagryfjunni í Njarðvík í síðasta leik sínum í Lengjubikarnum í gær. Eftir að hafa haldið í við úrvalsdeildarliðið fyrsta korterið þá settu heimamenn á svið flugeldasýningu frá þriggja stiga línunni og gerðu út um leikinn, en samtals settu þeir niður 18 af 30 þristum sínum.

 

Birgir Björn Pétursson var stigahæstur hjá KFÍ með 17 stig ásamt því að taka 9 fráköst. Kjartan Helgi Steinþórsson og Nebojsa Knezevic settu báðir 11 stig, Florijan Jovanov 10 stig, Björgvin Sigurðsson 9 stig, Helgi Bergsteinsson, Óskar Stefánsson og Haukur Hreinsson settu 2 stig hver.

 

Ingvi Stígsson var með myndavélina sína á svæðinu og tók þessar myndir af leiknum.

 

Tölfræði leiksins

Deila