Fréttir

Kalt í Hveragerði

Körfubolti | 06.01.2012
Chris var stigahæstur okkar manna
Chris var stigahæstur okkar manna

Það er fátt að segja um leik okkar drengja í kvöld. Fyrsta tap okkar í deildinni staðreynd og sigurinn sanngjarn hjá blómadrengjum Lalla. Við spiluðum einn fjórðung að fullri getu og það var sá síðasti. Þá náðum við að komast einu stigi yfir eftir að vera undir tólf stigum þegr fimm mínútur voru eftir. En það var því miður var þetta of seint og Hamar vann sanngjarnan sigur, lokatölur 81-80. Stigahæstur okkar manna var Chris með 32 stig, Kristján Pétur 19 stig,  Ari 15 (En var með 18), Craig fann sig engan veginn og var með 6 stig, Edin 5 og Siggi Haff 3 stig. Fráköst eru ómarktæk en tölfræðin var hálfundarleg og var liðið okkar til dæmis aðeins skráð með 17 heildarfráköst !! Vanda þarf til verka í tölfræðinni 

 

Það er hollt að tapa enda er best að læra af þeim leikjum þó að ekki sé ætlast til að það sé gert reglulega. Liðið mun læra af þessu og koma sterkir til leiks í næsta leik í deildinni hér heima um næstu helgi (15.janúar)

 

En næsti leikur er gegn Breiðablik í Powerade bikarnum og er á sunnudag í Smáranum í Kópavogi og hefst kl. 14.00 og eru enn fókusaðir fyrir þann leik, þessi er búinn og næsta verkefni bikarinn.

 

Áfram KFÍ

Deila