Fréttir

Kjartan Helgi semur aftur við KFÍ

Körfubolti | 17.09.2015
Kjartan Helgi og Ingólfur Þorleifsson, formaður KFÍ við undirritun samningsins.
Kjartan Helgi og Ingólfur Þorleifsson, formaður KFÍ við undirritun samningsins.

Bakvörðurinn Kjartan Helgi Steinþórsson hefur samið við KFÍ um að leika með liðinu á ný á komandi tímabili.

 

Kjartan er uppalinn hjá Grindvíkingum þar sem hann varð bikarmeistari árið 2014. Hann lék einnig í þrjú ár í Bandaríkjunum í mennta- og háskólaboltanum. Kjartan var ekki lengi að finna sig á Ísjakanum því hann skoraði 22 stig í sínum fyrsta leik þar á móti Tindastól í Lengjubikarnum síðastliðið haust. Hann var með rúmlega 12 stig að meðaltali í leik í deild og bikar á síðata tímabili.

Deila