Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Árni Ragnarsson sendir kveðju!

Körfubolti | 18.06.2009
Árni Ragnarsson að störfum! (Ljósmynd: www.fjolnir.is)
Árni Ragnarsson að störfum! (Ljósmynd: www.fjolnir.is)
"Vildi bara nýta tækifærið og hrósa ykkur fyrir æfingabúðir ykkar á Ísafirði. Ég er ekki á staðnum en ég get skynjað metnaðinn fyrir ykkar hönd til að gera allt sem allra best til þess hjálpa krökkunum. Þar sem metnaðurinn fyrir íþróttinni nær yfir eigin hagsmuni veit maður að starfar gott fólk. Ég get skynjað hingað til Reykjavíkur að þið takið stolt þátt í því að gera þessar körfuboltabúðir eins flottar og þið mögulega getið og fyrir það eigið þið endalaust hrós skilið. Óska ykkur hins allra besta og vona að þið haldið þessu starfi áfram með sama stolti og þið gerið þetta í dag og haldið líka áfram að reyna að finna leiðir til að gera enn betur með hverju ári. Þetta lítur út fyrir að vera þvílíkt flott hjá ykkur."

Árni Ragnarsson,
Fyrrverandi leikmaður FSu og nú University of Alabama Huntsville.

 

KFÍ þakkar góðar kveðjur frá þessum frábæra leikmanni. Þetta er okkur enn frekari hvatning til þess að endurtaka leikinn. Óhætt er að segja það að flest stefnir í einmitt það og munum við fjalla um Körfuboltabúðir KFÍ 2010 síðar.

Deila