Þá er fyrsti dagur æfingabúða að kveldi kominn. Eins og áður hefur verið greint frá var fyrsti dagurinn nýttur til þess að þjálfarar kynntust leikmönnum og öfugt. Í kjölfarið verða gerðar breytingar á æfingahópunum og kynnum við hér (ýta á "meira") breytta stundatöflu með þeirri undantekningu að smávægilega breyting er á morgunæfingum á þriðjudag.
Stundatafla
08:00-09:00 Morgunverður 09:00-10:15 Hópur I og II - fyrri æfing 10:30-12:00 Hópur III - fyrri æfing 12:00-13:00 Hádegismatur 13:00-16:00 Hvíldartími og fundir þjálfara 16:00-17:15 Hópur I og II - seinni æfing 17:30-19:00 Hópur III - seinni æfing 19:00-20:00 Kvöldmatur 20:30-22:15 Æfingaleikir / Fyrirlestrar
Hópur I Þjálfari: Borce Ilievski Hópur II Þjálfari: Momir Tacic Hópur III Þjálfari: Nebosja Vidic
Athugið að breyting verður á þriðjudaginn (9.6.2009). Þá verður morgunverður kl. 7-8 og hópar I og II verða á æfingu frá 08:00-09:15. Hópur III verður á æfingu frá 09:30-11:00.