Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Heimsókn formanns KKÍ

Körfubolti | 13.06.2009
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ
Hannes S. Jónsson formaður KKÍ kom til Ísafjarðar með alla fjölskylduna. Hann kom til þess að kynna sér æfingabúðirnar og hitta þátttakendur. KFÍ tók hann í stutt spjall og ekki var annað að heyra á honum en að hann væri mjög ánægður.

"Ég hef verið að fylgjast með skipulagi æfinga og eins hef ég rætt við þjálfarana sem eru augljóslega miklir fagmenn. Verð að segja að þetta er allt til fyrirmyndar og auðvitað mikið ánægjuefni þegar félögin taka slíkt frumkvæði. KFÍ hafði reyndar látið okkur í stjórn KKÍ vita af því hvað til stæði fyrir nokkrum mánuðum, en það er mér mikilvægt að koma og sjá.

Nú get ég sagt með mjög góðri samvisku að þessar búðir eru góðar fyrir krakkana og íslenskir þjálfarar hefðu mikið gagn og gaman af því að taka þátt. Vonandi gengur áætlun KFÍ manna eftir og þessar búðir endurteknar að ári. Stjórn KKÍ styður ætíð góð verkefni eins og þetta, sem eru einmitt mikilvæg í útbreiðslustarfi körfuknattleiksins.

Það var líka mjög gaman að fá tækifæri til þess að ræða við Halldór Halldórsson bæjarstjóra og finna hversu mikil jákvæðni er fyrir körfuboltanum og íþróttum almennt hjá sveitarstjórnamönnum.

Til hamingju KFÍ!"
Deila