Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Lokadagur

Körfubolti | 13.06.2009
Stefán Diego treður með tilþrifum.
Stefán Diego treður með tilþrifum.
Æfingar héldu áfram í morgun með svipuðu sniði og hingað til. Eftir hádegishlé hófst dagskrá kl. 16:00 og var lokið úrslitum í "einn á einn", vítakeppni, troðslukeppni, 3ja stiga skotum, "fimm á fimm". Þessu öllu var lokið um kl. 19:00 og afhenti Hannes S. Jónsson formaður KKÍ ásamt þjálfurum, öllum viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku í búðunum. Einnig voru afhent verðlaun fyrir keppnir og verður reynt að taka það saman í sérstökum pistli síðar.
Deila