Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Loksins!

Körfubolti | 13.06.2009
Léttleikinn var í fyrirrúmi í búðunum sem endranær!
Léttleikinn var í fyrirrúmi í búðunum sem endranær!
Borce og Guðjón fundu loks leikmann frá Höfuðborgarsvæðinu sem var tilbúinn til þess að taka stóra stökkið og skrifa undir "leikmannasamning" við KFÍ. Þarna erum við að ræða um sjálfan Hannes S. Jónsson formann KKÍ!

Hannesi leist svo vel á sýnishorn af nýjum búningum og féll auðvitað líka marflatur fyrir veðurblíðunni undanfarna daga, og lét til fallast eftir töluverðar samningaviðræður. Hægt er að upplýsa að hann fær afnot af sumarhúsi þangað til það byrjar að snjóa (reddum því svo bara síðar) og eins mun hann fá 300 kr úttekt úr nammibarnum í Hamraborg á laugardögum. Fyrsta deildin er alltaf að styrkjast!
Deila