Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Máttur andans!

Körfubolti | 12.06.2009
Martha leiðbeinir hópnum
Martha leiðbeinir hópnum
Martha Ernstsdóttir kom í dag í búðirnar og hélt fyrirlestur, auk verklegra æfinga í tækni sem byggir á yoga. Mikilvægt er fyrir afreksfólk í íþróttum að ná bæði slökun og einbeitingu í hugsun, til þess að virkja hugarkraft sinn til fullnustu. Einnig lagði Martha áherslu á mikilvægi teygjuæfinga fyrir íþróttamenn, sem oft vill gleymast. Krakkarnir og þjálfarar tóku virkan þátt, og fullvíst að þessi kennsla mun reynast mörgum dýrmæt síðar á ferlinum.

Ekki má vanmeta mátt andans, eða eins og hin víðfrægi Yogi Berra (hafnarboltaleikmaður í BNA) sagði: "Baseball is 90% mental and the other half is physical!". Nokkuð til í þessu þótt líklega hafi honum orðið fótaskortur í samlagningunni.
Deila