Sigurður Þorsteinsson og miðherjar framtíðarinnar!
Sigurður Þorsteinsson landsliðsmiðherji er uppalinn í KFÍ. Hann hefur reynst KFÍ vel í gegnum tíðina og það varð auðvitað engin undantekning þar á þegar falast var eftir kröftum hans í sambandi við þessar æfingabúðir.
Hann hefur m.a. tekið að sér að fara í gegnum undirstöðu atriði í leik undir körfunni. Í dag leiðbeindi hann þeim Sunnu Sturludóttur, Gauti Guðjónssyni og Hákoni Vilhjálmssyni. Ef þau tileinka sér fagnaðarerndi Sigga er ljóst að þau munu reynast skeinuhætt andstæðingunum í framtíðinni. Deila