Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Þjálfarar á ferð og flugi!

Körfubolti | 05.06.2009
Ratko Joksic
Ratko Joksic

Í gær tafðist Ratko Joksic vegna vandamála við vegabréfsáritun, sem hann fékk í Moskvu. Þetta varð til þess að hann komst ekki með flugvél frá Belgrad. Það er verið að vinna í því hvort hann geti komist með flugi á morgun (laugardag) og verðum við að vona það besta. Aðrir eru mættir og allt að verða tilbúið.

Ljóst er að hvort sem Ratko nær hingað í tíma eður ei, að æfingabúðirnar verða með sama sniði, enda var hans aðalhlutverk að leiða fræðslustarf í tengslum við seminar þjálfara. Því er rétt að leggja áherslu á það að æfingar og fræðsla krakkanna verða skv. áætlun. Endanleg stundatafla búðanna verður birt fljótlega.

Deila