Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Umsögn Borgnesinga

Körfubolti | 13.06.2009
Ríkharður, Snorri, Björgvin og Bergþór
Ríkharður, Snorri, Björgvin og Bergþór
"Öll umgjörð er alveg til fyrirmyndar. Frábærir þjálfarar (og enskukennsla innifalin í verðinu). Ekki síst, þá eru þeir sem standa að ungmennastarfi KFÍ frábærir. Komum örugglega að ári liðnu. Takk fyrir mig."

Ríkharður Jónsson, Borgarnesi

Ríkharður gat þess einnig að hann telji æskilegt að fleiri þjálfarar fylgi börnum í búðirnar á næsta ári og eins foreldrar eða aðrir fararstjórar. Góð ábending sem mun nýtast okkur við undirbúning næstu búða að ári.

Ríkharður kom með syni sína, þá Bergþór og Björgvin. Með þeim í för úr Borgarnesi var Snorri Freyr Þórarinsson. Þeir stóðu sig allir mjög vel og voru sigursælir í keppnum búðanna. Bergþór var valinn efnilegasti ungi pilturinn í hópnum, hann er fæddur 1997 og býr yfir miklum hæfileikum. Þeir eiga allir framtíðina fyrir sér og við munum fylgjast með afrekum þeirra á næstu árum, og ekki laust við að liðsmenn KFÍ telji sig eiga einhverja taug til þeirra.

Takk fyrir komuna og góða ferð heim!
Deila