Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Umsögn foreldris.

Körfubolti | 09.06.2009
Laufey Hermannsdóttir og Jónas Freyr
Laufey Hermannsdóttir og Jónas Freyr
"Aðstaðan er til fyrirmyndar og þjálfarar og annað starfsfólk búðanna ná vel til krakkanna. Okkur hefur liðið vel hér og höldum heim á leið södd, sæl og reynslunni ríkari. Góðar minningar frá Ísafirði og komum pottþétt aftur að ári!"

Laufey Hermannsdóttir, Grindavík.

Laufey Hemannsdóttir kom til Ísafjarðar ásamt 20 mánaða syni sínum, Jónasi Frey Björnssyni s.l. laugardag. Hún var að fylgja úr hlaði þeim: Nínu M. Schmidt, Rannveigu M. Björnsdóttur og Júlíu Lane Figuroa Sicat.

Þau dvelja á Vistinni og hafa notið matarins hjá þeim Lúlú og Ellu. Greinilegt að þær eru ánægðar. Í dag héldu þau mægðinin Laufey og Jónas Freyr heim til Grindavíkur. KFÍ óskar þeim góðrar ferðar og þakkar heimsóknina.

Nína, Rannveig og Júlía verða áfram og klára búðirnar eins og lög gera ráð fyrir á laugardaginn 13. júní. Þær hafa allar staðið sig vel og eru liði (UMFG) og heimabyggð til sóma.
Deila