Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Umsögn foreldris II

Körfubolti | 10.06.2009
Auður Rafnsdóttir
Auður Rafnsdóttir
"Þvílík upplifun! Vel skipulagt og frábærir þjálfarar. Allt til fyrirmyndar. Ótrúlegt að enginn á Íslandi hafi framkvæmt þetta fyrr en nú. Ekki spurning að við fjölmennum hingað að ári."

Auður Rafnsdóttir, Stykkishómi.

Fjölmiðlafulltrúi KFÍ tók Auði Rafnsdóttur í stutt spjall, en hún kom hingað með honum Hlyni Hreinssyni. Einnig með þeim í för eru þeir Þorbergur Helgi Sæþórsson og Vignir Þór Ásgeirsson. Snæfell á svo sannarlega góða sendiherra á körfuboltavellinum í þeim þremenningum.

KFÍ þakkar hlý orð og óskar Auði góðrar ferðar heim en hún mun ætla að leggja af stað síðdegis í dag. Hún er reyndar nú þegar búin að fresta heimför a.m.k. einu sinni og hver veit nema hún dvelji lengur?
Deila