Ísafjarðarbær styður á margan hátt við æfingabúðirnar. Það er ekki síst með því að senda þær Ástrúnu Þórðardóttur, Irmu Hermannsdóttur og Bertínu Överbý, okkur til aðstoðar. Þær njóta leiðsagnar Lúlúar í mötuneyti búðanna og koma þar svo sannarlega að gagni. Þessi vika er val þeirra og hluti af sumarvinnu þeirra í Vinnuskólanum. KFÍ þakkar þeim og Vinnuskólanum fyrir hjálpina. Deila