Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010

Körfubolti | 17.04.2010
Frá búðunum í fyrra  (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Frá búðunum í fyrra (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)

Eins og áður hefur komið fram á síðunni verða körfuboltabúðir KFÍ haldnar dagana 6. - 12. júní. Undirbúningur er kominn á fullt og verður byrjað að taka við pöntunum mánudaginn 26. apríl.

Borce Ilievski verður yfirþjálfari búðanna líkt og í fyrra og mun dagskrá vera með svipuðu sniði og þá.  2 æfingar á dag og leikir á kvöldin.  Samhliða námskeiðinu verður rekið þjálfaranámskeið og munu hver þjálfaranna fjögurra verða með tvö klukkustundar löng námsskeið.  Efnistök og dagsetningar kynntar síðar.  Búið var að kynna þjálfarana til leiks en rétt að gera það hér aftur:
Dragan Vasilov frá Makedóníu
Alejandro Martínez Plasencia frá Spáni
Tony Radic frá Króatíu, yfirþjálfari  KK Otok Murter, Croatia.  Á ferlinum hefur hann m.a. verið yfirþjálfari  í efstu deild í Lúxembúrg, annari deildinni í Þýskalandi og verið aðstoðarþjálfari hjá ekki ófrægara liði en Los Angeles Clippers í sumar deildinni þar.

Nebosja Vidic frá Serbíu, en hann var einmitt með okkur í fyrra. 

Búðirnar verða að sjálfsögðu í okkar glæsilega íþróttahúsi að Torfnesi.  Boðið verður upp á gistingu á heimavist Menntaskólans sem er í næsta húsi.  Þar verður mötuneyti búðanna til húsa.

Verðskrá búðanna 2010

Búðir með gistingu og fullu fæði   kr. 45.000
Hægt er að sleppa fæði eða gistingu en þá er verð á hverjum þætti sem hér segir:
Körfuboltabúðir                          kr. 25.000
Gisting                                       kr. 15.000
Fullt fæði                                   kr. 12.000
Matarmiðar                                 kr. 1.000 máltíðin
Minnibolti                                  kr. 10.000

Systkinaafsláttur í boði.

Við munum bjóða upp á þá nýjung að vera með mini-camp fyrir minnibolta krakka á aldrinum 7-10 ára.  Ein æfing á dag, klst. í senn, mánudag - föstudag.

11 ára og eldri eru gjaldgeng í fullar búðir, ekki reiknað með eldri en 18 ára.
Mikilvægt er að yngri þátttakendur séu í fylgd forráðamanna eða þjálfara,  ekki verður unnt að taka við skráningum að öðurm kosti. 

Verkefnisstjóri búðanna verður Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga og mun hann gefa nánari upplýsingar í síma 450-8450.

Frekari fréttir munu síðan berast eftir þvi sem nær dregur.

Von okkar er að búðirnar í ár verði enn glæsilegri en þær voru í fyrra.  Áhugasamir geta skoðað fréttir frá búðunum í fyrra í eldri fréttum á heimasíðunni.

Körfukveðja.

Unglingaráð KFÍ

Deila