Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Annar dagur - allt samkvæmt áætlun.

Körfubolti | 08.06.2010
Hópmynd 2010:  Flottur hópur 82 iðkenda auk þjálfara frá öllum heimshornum.  Verður varla betra! (Ljósm. Halldór Sveinbjörnsson)
Hópmynd 2010: Flottur hópur 82 iðkenda auk þjálfara frá öllum heimshornum. Verður varla betra! (Ljósm. Halldór Sveinbjörnsson)
1 af 2

Á öðrum degi búðanna halda æfingarnar áfram skv. áætlun.  Æfingahóparnir voru myndaðir á fyrsta degi búðanna.  Þannig eru nú um 82 iðkendur skráðir til leiks og eru þeir í fjórum hópum.  Þjálfarnir skiptast á um að hafa hvern hóp, þannig að bæði þeir og krakkarnir fái sem fjölbreyttasta reynslu þessa daga.  Morgunæfingarnar gengu vel og eftir hádegishlé var myndataka þar sem allur hópurinn stillti sér upp fyrir hirðljósmyndara KFÍ, Halldór Sveinbjörnsson (sem gerir enn garðinn frægan). 

Eftirmiðdagsæfing var svo skv. áætlun og eftir kvöldmat var farið í leiki frá kl. 20:00 til 22:30 (endað með 3ja stiga stinger).  Að öllu þessu loknu voru margir búnir að komast að raun um það hve mikilvæg hvíld á milli æfinga í svona búðum er.  Það er ótrúlegur kraftur í krökkunum og körfubolti í hávegum hafður frá morgni til kvölds, það voru því þreyttir en sælir krakkar sem fóru að sofa í gærkveldi.  Allt gengur eins og í sögu og veðrið gæti ekki verið mikið betra.  KFÍ og krakkarnir í æfingabúðunum biðja að heilsa.

Deila