Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Borce Ilievski

Körfubolti | 09.06.2010
Borce Ilievski.  (Ljósm. H.Sigm)
Borce Ilievski. (Ljósm. H.Sigm)
Borce Ilievski er yfirþjálfari Körfuboltabúðanna og þarf vart að kynna.  Hann og kollegar hans hafa haft í mörg horn að líta síðustu vikuna og eiga hrós skilið fyrir frábærar æfingabúðir.  Hann var að sjálfsögðu fenginn í viðtal við KFÍ-síðunna og beðinn um að segja nokkur orð í lok búða.

"Ég vil þakka Ísafjarðarbæ og stjórn KFÍ, sem og krökkunum og öllum þjálfurunum sem eru hingað komin víðs vegar að af landinu.  Ég vona að í framtíðinni munum við halda áfram að bjóða krökkum á Íslandi upp á æfingabúðir af þessu tagi, með það eina sameiginlega markmið að þróa og bæta öll saman körfuboltann á Íslandi."

KFÍ þakkar Borce fyrir frábært starf og óskum honum og fjölskyldu hans alls hins besta í framtíðinni.  Hann heldur nú að afloknum æfingabúðunum til sumardvalar í Makedóníu og óskum við honum og Biljönu góðrar ferðar. Deila