Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Dragan Vasilov-Cevka

Körfubolti | 11.06.2010
Dragan Vasilov-Cevka.  (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Dragan Vasilov-Cevka. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Dragan er formaður þjálfarasambands Makedóníu og hefur umsjón með vali í landslið á vegum körfuknattleikssambandsins þar í landi.  Hann hefur nú dvalið á Ísafirði í tæplega viku og kynnst aðstæðum hér og krökkunum eftir að æfingar í búðunum hófust.  KFÍ-síðan tók hann tali og vitanlega hófst samtal okkar á spurningu um hvernig honum líkaði hér.

"Ég er ánægður að vera kominn til landsins og Ísafjarðar í fyrsta sinn á ævinni, og er það augljóslega ný reynsla fyrir mig.  Hérna í búðunum hef ég hitt nokkra íslenska þjálfara og auðvitað líka leikmenn framtíðarinnar.  Þetta er góður vettvangur til þess að skiptast á hugmyndum og deila reynslu okkar þjálfaranna.  Það er alltaf mjög gagnlegt fyrir okkur alla.  Ég verð að segja það einnig að hér eru margir hæfileikaríkir leikmenn sem ég hef tekið eftir.  Ef þau halda áfram á þessari braut, þurfa Íslendingar ekki miklu að kvíða í framtíð körfuboltans.

Að lokum vil ég grípa tækifærið og þakka fyrir gestrisni Ísfirðinga og KFÍ.  Ég vonast til þess að hitta sem flest ykkar fljótlega aftur og hver veit nema það verði kannski í Makedóníu?  Takk fyrir mig."

Þar með var Dragan stokkinn af stað út í góða veðrið.  KFÍ þakkar honum að sjálfsögðu fyrir frábært framlag til Körfuboltabúðanna og óskar honum alls velfarnaðar. Deila