Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Ingvar Jóhannesson dómari KFÍ mættur.

Körfubolti | 08.06.2010
Ingvar Jóhannesson.  (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Ingvar Jóhannesson. (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Fréttaritari KFÍ greip Ingvar glóðvolgan þegar hann mætti í salinn á Jakanum í morgun.  Tækifærið var að sjálfsögðu gripið til þess að fá fyrsta örviðtalið þetta árið á netið. 

"Ég ákvað að drífa mig vestur, enda enginn maður með mönnum sem ekki kemur til Ísafjarðar vegna körfuboltaiðkunar a.m.k. þrisvar ef ekki fjórum sinnum á ári.  Þá er ég ekki að tala um ykkur sem eruð svo heppin að búa hér.  En svona í meiri alvöru þá eru hér merkilegir hlutir í gangi.  Ég er auðvitað "nýlega" búinn að leggja skóna á hilluna en vil halda mér við í fræðunum og fylgjast með t.d. þessari þróun sem fylgir æfingabúðunum og þjálfaranámskeiði.  Mér vitanlega hefur svona dagskrá ekki verið sett oft upp áður á Íslandi og gaman að fá að fylgjast með.  Mér sýnist þjálfararnir vita vel sínu viti og það sem er líkega mikilvægast er að krakkarnir virðast ánægð.  Hlakka til næstu daga og veðrið spillir svo sem ekki fyrir." Deila