Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Ríkarður Örn Jónsson - viðtal

Körfubolti | 10.06.2010
Bergþór Ríkarðsson og Ríkarður Örn Jónsson í faðmi fjalla blárra...  (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Bergþór Ríkarðsson og Ríkarður Örn Jónsson í faðmi fjalla blárra... (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Ríkarður er KFÍ vel kunnugur vegna æfingabúða.  Hann á þrjú börn sem hafa verið iðin við kolann í boltanum, fyrst með Skallagrím og nú eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur með Fjölni.  Heiðrún og Björgvin Ríkarðsbörn komu með okkur til Serbíu þegar æfingabúðirnar í Zoko Banja voru heimsóttar sumarið 2008.  Synir hans komu með honum hingað til Ísafjarðar í fyrra, þegar við héldum í fyrsta sinn æfingabúðirnar okkar.  Hann snýr nú aftur Vestur í æfingabúðir, en Bergþór var sá eini af börnum hans sem átti þess kost að koma þetta árið.  KFÍ-síðunni lék forvitni á að heyra hvað þeir feðgar hefðu að segja.

"Líkt og í fyrra eru þetta frábærar búðir, nema kannski bara jafnvel ennþá betri.  Umgjörðin er mjög góð og eins og í fyrra eru starsmenn KFÍ í búðunum frábærir, allt frá þjálfurum upp í kokka og allt þar á milli.  Ég vissi samt ekki að Ísfirðingar gætu pantað sama góða veðrið og var hér í fyrra... en það er gott að hafa það í huga fyrir búðirnar á næsta ári."

Það er frábært að fá þá feðga í heimsókn og auðvitað vonum við að sjá sem flesta að ári.  Við munum því gera okkar besta til þess að standa undir væntingum sem til okkar eru gerðar í veðurstjórnun, en lofum því að Körfuboltabúðirnar verða frábærar. Deila