Körfubolti | 10.05.2010
KFÍ mun halda þjálfaranámskeið í tengslum við æfingabúðirnar 6-13 júní. Um er að ræða tveggja eða fjögurra daga námskeið. Þjáfararnir fjórir þeir Nebosja Vidic, Dragan Vasilov, Tony Radic og Alejandro Martinez munu halda fyrirlestra sem nýtast munu öllum áhugasömum þjálfurum og munu þjálfararnir taka fyrir eftirfarandi atriði.
Nebojsa Vidic
2-3 svæðisvörn , mánudagur 7. júní
Pick og roll sókn, miðvikudagur 9. júní
Dragan Vasilov
Æfingar til að hjálpa liðinu, hluti 1, mánudagur 7. júní
Æfingar til að hjálpa liðinu, hluti 2, þriðjudagur 8. júní
Tony Radic
Hraðaupphlaup,(fyrsta sókn), þriðjudagur 8. júní
Vörn allan völlin, aggressív, fimmtudagur 10. júní
Alejandro Martinez
Undirbúningur spænska landsliðsins fyrir Evrópumótið, miðvikudagur 9. júní
Vörn á móti pick og roll, fimmtudagur 10. júní
Það verður sem sagt ekki eingöngu veisla fyrir iðkendur þetta árið, mikið í boði fyrir þjálfara.
Verð fyrir þjálfaranámskeiðið verður kr. 15.000 fyrir alla 4 dagana eða kr. 10.000 fyrir 2 daga. Hægt verður að hjálpa með gistingu og fæði og meiri upplysingar fást hjá Kristjáni Kristjánssyni síminn er 861-4668, en skráningar eru á hsv@hsv.is
Deila