Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Uppgjör þjálfara og leikmanna í sögulegum leik

Körfubolti | 11.06.2010
Berjast!  (Ljósm. Sævar Óskarsson)
Berjast! (Ljósm. Sævar Óskarsson)
1 af 13
Í kvöld var stóra stundin runnin upp!  Nei, ég er ekki að tala um HM í S-Afríku.  Það var komið að uppgjöri á vellinum á milli elstu iðkenndanna sem skoruðu á þjálfara og foreldra.  Þjálfaraliðið byrjaði af miklum krafti og sýndu það ótvírætt hvað allir höfðu lært mikið t.d. í fyrirlestrinum um svæðisvörn sem var einmitt það leikafbrigði sem liðstjóri þeirra kaus að liðið skyldi helga sig nær allan leikinn (þ.e. þegar þeir spiluðu vörn á annað borð).  Talsvert skildi liðin að í hálfleik og fram í þriðja leikhluta, þá var eins og eitthvað hefði breyst skyndilega og urðu ungu drengirnir mun baráttuglaðari og fóru að setja niður skot í öllum regnboganslitum, allt frá fáranlegum þristum að "tear drop" körfum.  Fóru leikar svo að reynsluboltarnir höfðu nauman sigur og fögnuðu gríðarlega í leikslok, enda gerðu þeir sér allir grein fyrir því á þessu sama augnabliki að sigur í þessum leik á næsta ári er aðeins fjarlægur draumur. Deila