Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Dagur 6

Körfubolti | 10.06.2011
NBA stofan
NBA stofan
1 af 7

Þá fara búðirnar að styttast í annan endann og næst síðasti dagurinn upp runninn að þessu sinni. Æfingar skv. dagskrá.  Geoff fór yfir sóknarkerfi og post-hreyfingar með elsta hópnum (hópur 4). Hópur 3 fékk góðar æfingar og leiðbeiningar hjá Nebosja í boltameðferð. Tony var með hóp 2 og fór yfir fjölbreytt undirstöðuatriði og boltatilfinningu og meðferð. Finnur stýrði æfingu hjá hópi 1 og þar voru viðeigandi undirstöðuatriði áfram á dagskrá. 

 

Það er gaman að segja frá því að loksins var fiskur í matinn í hádeginu og fögnuðu krakkarnir mikið.  Lúlu og Dagný reiddu fram dýrindis stektan fisk með soðnum kartöflum, kokteilsósu og hrásalati. Að hádegisverði loknum byrjaði NBA stofan þar sem sigurleikur Dallas yfir Miami var sýndir á breiðtjaldi í setustofu matsalsins. Talsverð stemning ríkti á staðnum. Núna kl. 15:00 í dag mun Jón Oddsson halda fyrirlestur um styrktarþjálfun og fara sérstaklega með sýnikennslu á s.k. plyometrics-æfingum

Deila