Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Fyrirlestur Mörthu Ernstdóttur

Körfubolti | 07.06.2011
Martha Ernstdóttir
Martha Ernstdóttir
1 af 2

Eins og þegar hefur komið ítrekað fram í fréttum okkar af búðunum er álag á iðkendur töluvert.  Bæði líkami og sál þurfa endurnæringu og hvíld.  Það var því mjög við hæfi að fá þau hjónin Mörthu Ernstdóttur og Jón Oddson í heimsókn til krakkanna í búðirnar í dag.  Martha fór yfir mikilvægi slökunnar, íhugunnar og teygjuæfinga með þeim.  Hvernig einbeiting getur hjálpað íþróttamanni innan sem utan vallar.  Mikilvægi réttrar næringar og að fá jafnan og góðan svefn.

 

Það var áhugavert að hlýða á boðskap Mörthu og ekki síður að fylgjast með hversu móttækileg krakkarnir voru fyrir öllu sem hún lagði fyrir þau.  Nokkrir komu til þjálfaranna að þessu loknu og tjáðu þeim hversu gagnleg þeim fannst þessi fræðsla og einhverjir ætla að biðja hana Mörthu um að setja upp áætlun fyrir sig m.t.t. þessara atriða. 

 

Við þökkum þeim heiðurshjónum fyrir aðstoðina í búðunum en þau hafa verið okkur mjög trygg og innan handar frá upphafi þeirra árið 2009.  Þess má geta að þau sjá um æfingahópana í vor og sumar í kvenna- og karlaflokkum KFÍ, og munu skila þeim til Péturs Más Sigurðssonar tilbúnum í átökin á næsta tímabili.

Deila