Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Tómas og Ægir í heimsókn

Körfubolti | 10.06.2011
Tómas H. Tómasson og Ægir Þ. Steinarsson
Tómas H. Tómasson og Ægir Þ. Steinarsson
1 af 5

Tómas og Ægir eru á leið suður eftir góða heimsókn í Körfuboltabúðirnar í gær.  Þeir voru gripnir í stutt viðtal á leiðinni inn á flugvöll. 

 

Tómas Heiðar Tómasson greip fyrstur til máls:

 

Mér finnst þetta bestu körfuboltabúðir sem ég veit um á landinu og klárlega þær fagmannlegustu, vegna þess hversu mikið af góðum þjálfurum eru hérna, sem eru allir bara sokknir í það að þjálfa körfubolta. Einnig finnst mér til fyrirmyndar hvað krakkarnir fá fjölbreytt kennslu.  Ég hef einu sinni áður komið í svipaðar búðir hvað þetta varðar og það var á Rímíní á Ítalíu árið 2003 minnir mig. Þá var ég í 7 flokki og það var gagnlegt fyrir mig og þess vegna er ég mjög ánægður að sjá þessa þróun hér heima. Ég er ákaflega sáttur að hafa fengið tækifæri til þess að koma hingað.

 

...Ægir Þór Steinarsson komst þá loksins að:

 

Ég tek undir orð Tomma og þetta eru vissulega bestu búðir sem ég hef tekið þátt í.  Verst að hafa ekki getað verið lengur en þennan eina dag, hann var þó mér mjög gagnlegur.  Við fellarnir erum í þeirri skemmtilegu klemmu að hafa bara of mikið að gera í körfubolta akkúrat þessa dagana (innsk. fréttaritara: landslið karla).  Æfingabúðirnar eru líka bestar að því leyti til, hversu gott samspil er á milli æfinga og fyrirlestranna á þjálfaranámskeiðinu.  Ég tel það mikilvægt hvernig krakkarnir fá að taka þátt í fræðslunni utan eiginlegra æfinga. Þetta er ekki bara gott fyrir leikmenn, heldur einnig þjálfarana. Þeir hafa gagn af því að mæta hér og vinna saman í þessu frábæra andrúmslofti sem ég varð vitni að hér.

 

KFÍ þakkar þeim fóstbræðrum fyrir hlý og fögur orð, en ekki hvað síst fyrir góða heimsókn.  Við öll sem fengum að hitta þá og sérstaklega krakkarnir, höfum kynnst frábærum íþróttamönnum og góðum fyrirmyndum innan sem utan vallar. Óskum þeim góðrar heimferðar og góðs gengis á nýjum og spennandi vettvangi, en þeir halda í sumar til Bandaríkjanna þar sem þeir verða saman við nám og körfuboltaiðkunn hjá Newberry Collage í Suður-Karólínu fylki.

Deila