Nú er allt á fullu við að skipuleggja Körfuboltabúðir KFÍ og er dagsetningin kominn, 6-11 júní er það heillin og verðum við með frekari fréttir reglulega. Þessar búðir eru öllum félögum opnar og eins og áður er í boði gisting og fæði í toppaðstöðu með toppþjálfara.
Eitt er víst og það er að ekkert verður slakað á í að gera þessar búðir betri en þær voru árið áður og slökum við ekki á þar kröfunum. Það verða þjálfaranámskeið með búðunum og bendum við þeim sem vilja frekari upplýsingar að skrifa til kfibasketball@kfi.is
Nánari fréttir koma næstu daga.
Deila