Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ hefjast í dag!

Körfubolti | 02.06.2015
Dagskrá Körfuboltabúða KFÍ 2015
Dagskrá Körfuboltabúða KFÍ 2015

Upp er runninn fyrsti dagur Körfuboltabúða KFÍ 2015 en þær eru nú haldnar í 7. skipti. Hér á Ísafirði er allt orðið klárt og mikil tilhlökkun í loftinu að taka á móti körfuboltakrökkum sem hafa aldrei verið fleiri í búðunum.

 

Mótttaka þátttakenda hefst í íþróttahúsinu kl. 18:00 og búðirnar verða settar á sama stað kl. 20:00.

 

Hægt verður að fylgjast með daglegum fréttum af búðunum og myndum  á Facebook síðu þeirra. Myllumerkið okkar er #korfuboltabudirkfi. Sjáumst í Körfuboltabúðum KFÍ!

Deila