Fréttir

Körfuboltabúðirnar að bresta á!

Körfubolti | 30.05.2015

Nú er aldeilis farið að styttast í Körfuboltabúðir KFÍ. Búðirnar verða settar þriðjudagskvöldið 2. júní kl. 20:00 í íþróttahúsinu á Torfnesi en móttaka þátttakenda verður á sama stað frá kl. 18:00. Aldrei hafa fleiri körfuboltakrakkar víðs vegar af landinu verið skráðir í Körfuboltabúðirnar. Þátttakendur eru hátt í 100 og búðirnar því nánast fullsetnar. Hér á Ísafirði er allt að verða klárt og mikil tilhlökkun í loftinu. Við lofum frábærum Körfuboltabúðum dagana 2.-7. júní.

 

Við minnum á Litlu körfuboltabúðirnar sem verða í boði fyrir 6-9 ára 3.-6. júní frá kl. 13:00-14:20. Skráning fer fram á staðnum og kosta búðirnar 5.000 kr.

 

Daglega munu birtat fréttir og myndir úr Körfuboltabúðunum, myllumerkið okkar er ‪#‎korfuboltabudirkfi‬

Deila