Fréttir

Körfuboltabúðirnar hjá KFÍ að skila árangri

Körfubolti | 24.06.2011
Sara er hér í skotkeppni
Sara er hér í skotkeppni
1 af 2

Sara Diljá Sigurðardóttir sem kom að sunnan í Æfingabúðir KFÍ fyrir tveim vikum síðan er á leið til Danmerkur og er það fyrir tilstilli Geoff Kotila hins snjalla þjálfara sem var hér við þjalfun. Sara mun verða ytra við nám og jafnframt mun hún stunda körfubolta við bestu aðstæður hjá þessum frábæra þjálfara og er stúlkan mjög ánægð með hvernig til tókst hér hjá okkur og þakkar þetta Æfingabúðunum KFÍ.

 

Geoff er að fylgjast með fleiri krökkum hér og segir okkur að í Æfingabúðunum hafi verið mikill efniviður sem á framtíðina fyrir sér og vill hann gera sitt til að leyfa þessum krökkum að komast út til að verða enn betri en þau eru í dag.

 

Við óskum Söru innilega til hamingju og sjáum hana hressa í Æfingabúðum KFÍ 2012.

Deila