Fréttir

Körfuboltakynning á Suðureyri

Körfubolti | 29.05.2013
Hópurinn sem hitti okkur á Suðureyri.
Hópurinn sem hitti okkur á Suðureyri.
Kynningarátak KFÍ gengur vel og hafa nú þrír skólar verið heimsóttir. Síðast, núna á miðvikudagsmorgun, var farið í heimsókn í Grunnskólann á Suðureyri og spjallað við krakkana þar. Eins og á hinum stöðunum, þá var þeim sagt frá körfuboltabúðunum og öllu því skemmtilega sem þar fer fram. Þau fengu einnig að heyra af starfinu í yngri flokkum KFÍ og voru hvött til að mæta á æfingar ef þeim finnst gaman að spila körfubolta. Að sjálfsögðu var svo keppt í stinger og eftir harða keppni var Daníel Viðar Guðmundsson krýndur Suðureyrarmeistari í stinger. Við þökkum krökkunum fyrir góðar móttökur og vonandi sjáum við einhver þeirra seinna á æfingum hjá okkur.
Deila