Fréttir

Körfuboltastelpur gestgjafar í Bolungarvík um helgina

Körfubolti | 19.11.2016
Stelpurnar í 9. flokki Kkd. Vestra taka á móti KR og Breiðablik í Bolungarvík um helgina undir stjórn Nökkva Harðarsonar, þjálfara.
Stelpurnar í 9. flokki Kkd. Vestra taka á móti KR og Breiðablik í Bolungarvík um helgina undir stjórn Nökkva Harðarsonar, þjálfara.

Um helgina fer fram í Íþróttahúsinu í Bolungarvík 2. umferð Íslandsmótsins hjá 9. flokki stúlkna í körfubolta. Keppt er í B-riðli en Vestrastelpurnar unnu alla sína leiki í 1. umferð og unnu sig upp í B-riðilinn. Þar taka þær á móti KR og Breiðablik og verður leikin tvöföld umferð.

Það telst alltaf til tíðinda þegar fjölliðamót fara fram hér á heimaslóðum því oftar en ekki þurfa krakkarnir okkar að fara um langan veg til keppni. Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að kíkja út í Bolungarvík og sjá okkar öflugu körfuboltastelpur. Það er sérstaklega áhugavert að fylgjast með þessu liði í ljósi þess að nær allt liðið byrjaði að æfa körfubolta síðastliðinn vetur og hefur því náð firnagóðum árangri á skömmum tíma undir frábærri stjórn Nökkva Harðarsonar. Það verður gaman að fylgjast með þeim til framtíðar.

Leikir Vestra eru sem hér segir: Í dag, laugardag, kl. 15 gegn KR og kl. 17.30 gegn Breiðablik. Á morgun, sunnudag, kl. 10 gegn KR og kl. 12.30 gegn Breiðablik. 

Allir velkomnir og veitingasala til styrktar Ferðasjóði barna- og ungingaráðs á staðnum.

Deila