Fréttir

Körfuveisla um helgina á Jakanum

Körfubolti | 18.09.2013
Mirko er tilbúinn
Mirko er tilbúinn

Það verður kátt á Jakanum um helgina en þá fáum við Skallagrím og Hamar í heimsókn í Lengjubikarnum. Fyrri leikurinn er á föstudagskvöldið 20.september kl.19.15 gegn Skallagrím úr Borgarnesi en fyrri leikur þessara liða var spennandi og fóru fjósamenn með sigur í þeim leik og verður því örugglega barist sem aldrei fyrr.

 

Seinni leikurinn er á sunnudgaskvöldið 22.september kl19.15 en þá mæta drengirnir hans Lalla frá Hveragerði til okkar. Fyrri leikur okakr gegn þeim endaði með sigri okkar og er einnig víst að Lalli lemur sína sveina áfram.

 

Það verður því sannkölluð körfuboltaveisla um helgina og skorum við á alla að fjölmenna og taka þátt.

 

Fyrir stuðningmenn okkar sem eru fjarri heimahögum eða stuðningsmenn gesta okkar þá minnum við á KFÍ-TV sem verður nú sem endranær í góðum gír og hefst útsending frá báðum viðureignum kl. 18.50

 

Hér er smá STRÍÐNI frá strákunum á KFÍ-TV

 

Áfram KFÍ 

Deila