Fréttir

Kraftur í krílakörfunni

Körfubolti | 01.12.2013

Í haust hefur mikið fjör verið á miðvikudögum í íþróttahúsinu við Austurveg en þar mæta allt að 17 krakkar á aldrinum 3-5 ára í krílakörfu KFÍ. Krakkarnir eru mjög duglegir og skemmta sér konunglega á æfingunum. Þessi mynd var tekin á æfingu síðasta miðvikudag en þá voru margir krakkanna að fá KFÍ búning og ríkti mikil gleði á æfingunni.

 

Sirrý og Rósa geta alltaf tekið við nýjum krílum sem vilja prófa körfubolta. Mikið er lagt upp úr leikjum með og án bolta, grunnfærni, s.s að kasta og grípa, og að efla hreyfiþroska barnanna. Rétt er að geta þess að æfingarnar eru foreldum að kostnaðarlausu.

Deila