Drengjaflokkur og stúlknaflokkur KFÍ verða á ferðinni um helgina. Strákarnir spila tvo leiki gegn ÍA og Borgarnes/Snæfell á Akranesi og Borgarnesi og stepurnar taka þá í fjölliðamóti í Njarðvík. Fleiri upplýsingar eru hér til hægri á síðunni undir atburðadagatal.
Strákarnir hafa keppt fjóra leiki og unnið þrjá þeirra og eru í öðru sæti í sínum riðli. Stelpurnar eru að spila sína fyrstu leiki og óskum við báðum þessum flokkum velfarnaðar.