Fréttir

Krakkarnir okkar selja harðfisk

Körfubolti | 28.01.2013
Allra meina bót
Allra meina bót

Yngri flokkar Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar munu ganga í hús á Ísafirði í kvöld,

mánudagskvöld, og selja gæðaharðfisk til styrktar félaginu en harðfiskurinn ætti að koma sér
vel nú í upphafi þorra. Það er fyrirtækið Vestfiskur í Súðavík sem framleiðir fiskinn sem seldur
er í litlum neytendaumbúðum. Allur ágóði af sölunni rennur í ferðasjóð yngri flokka en eins
og nærri má geta fylgir því ærinn kostnaður að taka þátt í fjölliðamótum vítt og breytt um
landið. Mikið er lagt upp úr því að yngri flokkar KFÍ fái að spreyta sig á sem flestum mótum
og leggur KFÍ metnað sinn í að mæta til allra móta svo fremi sem færð og veður leyfa. Er
það von félagsins að bæjarbúar taki vel á móti sölubörnum KFÍ og styrki þau til góðra verka í
körfunni.

Deila