Fréttir

Krílakarfa KFÍ að hefjast

Körfubolti | 11.09.2012

Krílakarfa KFÍ hefst á morgun miðvikudag 12.september, en þessar æfingar eru ætlaðar börnum á leikskólaaldri, 4-5 ára. Hún fer fram í íþróttahúsinu á Austurvegi og verður á miðvikudögum kl. 16 í vetur.

 

Shiran Þórisson verður þjálfari krílanna. Æfingarnar eru iðkendum að kostnaðarlausu. Þetta er þriðja árið sem KFÍ býður uppá krílakörfuna og hefur hún notið mikilla vinsælda hjá yngsta körfuboltafólkinu og foreldrum þeirra.

 

Áfram KFÍ

Deila