Fréttir

Króatinn Marko í raðir Vestra

Körfubolti | 10.08.2019
Króatinn Marko Dmitrovic, nýjasti liðsmaður Kkd. Vestra.
Króatinn Marko Dmitrovic, nýjasti liðsmaður Kkd. Vestra.

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við Króatann Marko Dmitrovic um að leika með liðinu á næsta tímabili. Marko, sem er þrítugur og 207cm á hæð, getur leikið jöfnum höndum sem framherji og miðherji. Hann ólst upp í körfuboltanum í Zagreb, höfuðborg Króatíu, en þar lék hann upp alla yngri flokka með KK Cibona og síðar KK Cedevita, sem eru tvö af sterkustu liðum Króatíu.

Marko hefur að mestu leikið í Króatíu á ferli sínum með liðum eins og KK Sisak, KK Gorica og KK Rudes Zagreb. Á síðasta tímabili lék hann hins vegar með Airino Basket Termoli í Seria C á Ítalíu þar sem hann skoraði 15.3 stig að meðaltali og tók 8.4 fráköst.

Það er ljóst að með komu Marko eykst meðalhæðin duglega hjá Vestramönnum og verður gaman að fylgjast með þeim Marko og Nemanja Knezevic undir körfunni í vetur. Von er á Marko og Slóvenanum Matic Macek, sem samdi við Vestra í síðustu viku,, til landsins um næstu mánaðarmót. Körfuknattleiksdeild Vestra býður Marko velkominn til leiks og hlakkar til samstarfsins.

Hér má sjá nokkrar glefsur úr leik hins nýja liðsmanns Kkd.Vestra:

Marko Dmitrovic

Deila