Fréttir

LEIK FRESTAÐ! Stelpurnar mæta toppliði Njarðvíkur

Körfubolti | 22.01.2015
Labrenthia Murdock spilandi þjálfari KFÍ hefur leikið vel í vetur og er stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27 stig að meðaltali í leik.
Labrenthia Murdock spilandi þjálfari KFÍ hefur leikið vel í vetur og er stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27 stig að meðaltali í leik.

LEIK FRESTAÐ!
Ágætu stuðningsmenn!
Vegna slæms veðurútlits seinnipartinn í dag laugardag og á morgun hefur móststjórn KKÍ í samráði við félögin ákveðið að fresta leik KFÍ og Njarðvíkur í 1. deild kvenna sem fram átti að fara í dag kl. 16:30..
Nýr leiktími er væntanlega í mars en verður að sjálfssögðu auglýstur nánar síðar.

Kvennalið KFÍ mætir Njarðvík í 1. deildinni laugardaginn 24. janúar kl. 16:30 á Torfnesi. Njarðvíkur stúlkur sitja á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og hafa því ekki enn tapað leik. Það verður því við ramman reip að draga á laugardaginn en okkar stúlkur hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og hafa sigrað þrjá leiki í röð og sitja nú í þriðja sæti deildarinnar.

 

Hvetjum alla til að mæta á Jakann og styðja við bakið á stelpunum!

Deila