Fréttir

Leikurinn gegn Snæfell á laugardag kl.17.45

Körfubolti | 01.11.2012
Pance er tilbúinn
Pance er tilbúinn

Strákarnir komust heilir í Hólminn og rúmin heilla. Færðin var fín, smá vindur og blint á köflum en Guðni Ólafur réði ferð og keyrði af öryggi og leiddi hópinn. Við erum á góðum bílum og allir komnir í hús.

 

Nú er komið í ljós að leikurinn er á morgun laugardag kl.17.45. Margir hafa gefið í skyn að ekki hafi verið skynsamlegt að fara af stað. En ferðin fór vel og strákanir í góðu yfirlæti hjá frændum okkar í Hólminum.

 

Við fáum æfingu þar og þegar leik lýkur fara drengirnir suður og gista laugardagskvöld. Síðan er leikur gegn Hamar í Lengjubikarnum á sunnudagsköld kl.19.15 og svo er haldið heim.

 

Spáin er góð fyrir sunnudag og eru allir kátir og einn ef drengjunum er að undirbúa pasta með kjúlla fyrir hópinn. Svona ferðir binda menn saman og félagslegi þátturinn er dýrmætur.

 

Unglingaflokksleikurinn sem átti að vera fyrir sunnan gegn Breiðablik er frestað og einnig leikirnir hjá mfl. kvenna sem áttu tvo leiki úti gegn Blikum og Grindavík. Nánar verður ákveðið með nýja leikdaga eftir helgina.

Deila