Fréttir

Liðsheild Ehf með sigur á Hetti

Körfubolti | 02.12.2011
Edin kominn aftur og stóð sig frábærlega
Edin kominn aftur og stóð sig frábærlega

Þá er fyrri leik okkar gegn Hetti lokið og er skemmst frá því að segja að við kláruðum leikinn með frábærum liðsleik sem er svo sem ekkert nýtt hér í KFÍ. Sex leikmenn okkar gerðu meira en tólf stig og níu af tíu leikmönnum okkar skoruðu stig í kvöld og Edin lék að nýju með okkur og stóð sig eins og allir vel.

 

Við byrjuðum fyrri hálfleikinn sterkt og vorum alltaf skrefinu á undan Hetti í öllum aðgerðum inn á vellinum og leiddum í hálfleik. 31-42. Í þriðja gáfum við í og vorum komnir með  17 stiga forustu 50-67 þegar haldið var í lokafjórðunginn. Sá síðasti var mjög skemmtilegur hjá báðum liðum og mikið skorað, en leikrurinn var aldrei í neinni hættu og "Ísdrengirnir" skelltu Hetti á ís og sigur í höfn. Lokatölur 75-91.

 

Stig KFÍ. Ari 22 stig (6 af 11 í þristum), Edin 14 stig 12 fráköst, Chris 13 stig, 13 fráköst, Craig 13 stig, 9 stoðsendingar, Kristján Pétur 12 stig, 7 fráköst (4 af 7 í þristum), Siggi Haff 10 stig, (100% nýting 1/1 í tveggja, 2/2 í þriggja og 2/2 í vítum), Hlynur 3 stig og Hermann 3 stig.

 

VARÚÐ ENDURTEKNING !! Þetta var sigur heildarinnar og flott að sjá svona dreyfingu á stigum á meðal manna. Síðari leikur okkar er á morgun kl. 15.00 á Egilstöðum og við viljum skila kveðjum til Gunnars Péturs Garðarsonar sem öskraði okkur áfram fyrir austan.

 

Áfram KFÍ

Deila