Stjórn KFÍ hefur ákveðið að tilnefna Lindu Marín Kristjánsdóttur sem efnilegasta íþróttamann ársins 2013 hjá félaginu.
Linda Marín Kristjánsdóttir er fædd árið 1999. Hún hefur um nokkurra ára skeið æft körfubolta hjá KFÍ og stundað íþróttina af samviskusemi, kappsemi og metnaði. Linda þykir efnileg körfuboltakona og hefur undanfarin tvö ár hefur verið valin í æfingahópa yngri landsliða KKÍ.
Stjórn KFÍ óskar Lindu til hamingju með titilinn og hvetur hana til að stunda körfuboltann áfram af sama metnaði og vera fyrirmynd annarra ungra iðkenda félagsins í leik og starfi.
Deila