Fréttir

Logn í Grindavík

Körfubolti | 18.11.2011
Frá leiknum í kvöld og myndasmiður Óðinn Gestsson
Frá leiknum í kvöld og myndasmiður Óðinn Gestsson

Toppslagur var í Grindavík í kvöld þar sem okkar drengir fóru suður með sjó og öttu kappi gegn ÍG sem hefur heldur betur látið að sér kveða í 1. deildinni og fyrir leikinn í kvöld höfðu þeir einungis tapað einum leik. Leikurinn var jafn í fyrstu og bæði lið að þreyfa fyrir sér og heimamenn byrjuðu betur og komust í 10-4 áður en vestanmenn rönkuðu við sér og komu sér betur í takt við leikinn og komust við fljótlega í 12-19 og þegar fyrrsti leikhluti var úti var staðan 20-26.

 

Annar leiklhuti var nokkuð jafn en í stöðunni 24-28 kom fínn kafli og tókum við leikhlutann 20-30 og héldum við með 16 stiga forskot til hálfleiks, staðan 40-56.

 

Í þriðja leikhluta voru allir okkkar drengir að spila og var Pétur duglegur að nota allan bekkinn. Leikhlutinn varð jafn og nokkuð skemmtilegur á að horfa og var búist við jöfnum og skemmtilegur fjórða leikhluta, en annað kom á daginn. Þegar þarna var komið kom úthald okkar greinilega í ljós og er skemmst frá því að segja að þann fjórða tókum við 37-12 og lönduðum okkar stærsta sigri í vetur, lokatölur 78-120.

 

Stigin í kvöld. Ari G. 28 stig, Chris 20 (13 fráköst), Jón Hrafn 18, Craig 17 ( fráköst og 8 stoðir), Leó 10, Kristján Pétur 9, Siggi Haff 8 (6 stoðir), Hlynur 7 (3 fráköst), Jón Kristinn 2 og Hermann 1 stig. Sævar og Gautur settu ekki stig en stóðu sig vel og komust allir vel frá sínu.

 

Öflugur stuðningshópur var á leiknum og voru þeir ekki af verri endanum. Þeir Óðinn Gestsson, Helgi Sigmundsson og Jóhann Torfason létu vel heyra í sér og hvöttu strákana óspart þannig að engin í Grindavík mun gleyma því í bráð.

 

Áfram KFÍ

Deila