Fréttir

Lokaleikur B-liðsins

Körfubolti | 05.04.2013

Þá er komið að lokaleik B-liðs KFÍ á leiktíðinni en hann er ekki af verri endanum því í heimsókn kemur B-lið Keflavíkurstórveldisins.

Undir svona stórleik dugir að sjálfsögðu ekkert nema hið besta og því fer leikurinn fram í gryfjunni í Bolungarvík.

Þetta er síðasti séns Vestfirðinga til að sjá allar helstu stjörnur gærdagsins spila því allar líkur eru á að þeir komi ekki til með að passa í búningana á næsta ári.

Deila